Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fræðsluráðs í vikunni stöðuna varðandi væntanlega viðbótar-leikskóladeild við Kirkjugerði.
Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að húsnæði nýrrar leikskóladeildar sé í byggingu og er væntanlegt til Vestmannaeyja um mánaðarmótin febrúar/mars.
Undirbúningur og framkvæmdir við að taka á móti húsnæðinu er hafið og búið er að kaupa innbú fyrir nýju deildina. Vonir standa til að hægt verði að taka hana í gagnið í mars.
https://eyjar.net/ny-deild-byggd-vid-kirkjugerdi/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst