Nýjustu dýptarmælingar sem gerðar voru í morgun í Landeyjahöfn sýna að dýpið er enn ófullnægjandi til reglulegra siglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þrátt fyrir það stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00, og frá Landeyjahöfn klukkan 12:00. Ferðin sem átti að fara frá Landeyjahöfn klukkan 10:45 færist því til klukkan 12.00.
Veðurspáin fyrir mánudaginn gerir ráð fyrir hvössum austanvindi sem gæti haft áhrif á siglingar. Herjólfur ohf. mun gefa út nýja tilkynningu klukkan 12:00 á morgun þar sem staðan verður endurmetin.
Samkvæmt tilkynningu Herjólfs verður siglt til Landeyjahafnar þar til annað verður ákveðið, en á meðan sigla þarf eftir sjávarföllum geta siglingatímar breyst með skömmum fyrirvara. Siglingar eru háðar bæði ölduhæð, öldulengd, veðri og nú einnig sjávarföllum, og því er staðan áfram viðkvæm.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst