Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30.
Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy.
Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur stórfenglega tónlist klassísku meistaranna.
Mætum öll, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst