Píanótónleikar Kittýar og Guðnýjar Charlottu

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy.

Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur stórfenglega tónlist klassísku meistaranna.

Mætum öll.

Mynd: Kitty er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023. Frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti og kórstjóri við Landakirkju í Vestmannaeyjum. Kitty er  kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Þá hefur hún stjórnað Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakórnum en einnig barnakór og hefur að auki leikið, bæði á píanó og orgel  við ýmsa menningarviðburði í Vestmannaeyjum.

 

 

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.