Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum þessa stundina. Í stuttri tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni aftur á bæinn.
Beðið er frekari upplýsinga frá Landsneti og verður þessi frétt uppfærð um leið og þær berast.
Uppfært kl. 16.50: Tengivirkið í Vestmannaeyjum er komið aftur í rekstur, segir í nýrri tilkynningu Landsnets. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets kom upp bilun um klukkan korter yfir fjögur í tengivirki Landsnets í Vestmannaeyjum. „Ekki er vitað hvað gerðist en verið er að vinna í lagfæringu með aðstoð HS Veitna,” sagði hún í skeyti til Eyjafrétta skömmu áður en rafmagn kom á.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst