Rekstur heilsuræktar í formlegt útboð
ithrotta-6.jpg
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Útboð vegna uppbyggingar og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð var kært til kærunefndar útboðsmála sem tók þá ákvörðun að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðinu hafi ekki fundist forsvaranlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að eyða fjármunum og tíma í að láta reyna á niðurstöðu nefndarinnar um tímabundna stöðvun og tók ákvörðun um að hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna. Farið hefur verið yfir málið og lagt er til við bæjarráð að fara í formlegt útboð á uppbyggingu og rekstri heilsuræktar í stað þess að auglýsa eftir aðila til samtals og samstarfs um þessa uppbyggingu.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að hefja undirbúning formlegra útboðsgagna fyrir uppbyggingu- og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð.

Þessu tengt: Hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.