Útboð vegna uppbyggingar og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð var kært til kærunefndar útboðsmála sem tók þá ákvörðun að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf.
Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðinu hafi ekki fundist forsvaranlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að eyða fjármunum og tíma í að láta reyna á niðurstöðu nefndarinnar um tímabundna stöðvun og tók ákvörðun um að hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna. Farið hefur verið yfir málið og lagt er til við bæjarráð að fara í formlegt útboð á uppbyggingu og rekstri heilsuræktar í stað þess að auglýsa eftir aðila til samtals og samstarfs um þessa uppbyggingu.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að hefja undirbúning formlegra útboðsgagna fyrir uppbyggingu- og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð.
Þessu tengt: Hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst