Rúmlega þúsund manns hlaupa Puffin run í dag

Í dag fer fram árlegt utanvegahlaup, Puffin Run. Hlaupið byrjar kl.12:15 og er upphaf hlaupsins frá Tangagötu við mjölgeymslu Ísfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum að Tangagötu verður lokað frá kl.12:00 og á meðan hlauparar leggja af stað. Einnig verður lokað fyrir umferð á Stórhöfðavegi við Klaufina. Lögreglan vill benda ökumönnum á að fara varlega um götur bæjarins og á þeim stöðum sem hlauparar verða á ferðinni. Starfsmenn hlaupsins verða á nokkrum stöðum á hlaupaleiðinni til leiðbeiningar fyrir vegfarendur og hlaupara.

Við náðum tali af Magnúsi Bragasyni einum af skipuleggendum hlaupsins núna í morgunsárið. Hann sagði að veðrið væri eftir pöntun og allt að verða klárt fyrir það að taka á móti rúmlega 1000 hlaupurum. “Þetta verður bara frábært eins og venjulega”, sagði Magnús önnum kafinn.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.