Rúnar Gauti Gunnarsson stóð uppi sem sigurvegari í shoot-out móti í snóker sem Pílu- og Snókerfélag Vestmannaeyja hélt í samstarfi við Klett síðastliðið fimmtudagskvöld. Rúnar Gauti tapaði ekki leik í mótinu og lagði Jón Óskar Þórhallsson í úrslitaleik. Friðrik Már Sigurðsson endaði svo í þriðja sæti.
Shoot-out er hraðara afbrigði af hefðbundnum snókerleik þar sem hver leikur stendur yfir í aðeins 10 mínútur og er skotklukka þannig að hver leikmaður hefur takmarkaðan tíma til að stuða. Mótið fór fram í aðstöðu Pílu- og Snókerfélagsins, sem gengur undir nafninu Bönkerinn og er í kjallara Hvítasunnukirkjunnar við Vestmannabraut.
Rúnar Gauti vann einmitt á dögunum Íslandsmótið í tvímenningi í snóker en þar spilaði hann með Þorra Jenssyni, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í snóker.
Ekki verður slegið slöku við hjá Pílu- og Snókerfélaginu því á morgun, laugardag verður haldið pílumót. 301 double in double mót og mun húsið opna kl 19:00 en keppni kl 19:30. Spilað verður í riðlum og síðan útslætti en þátttökugjald er aðeins 1500 kr. Nánari upplýsingar um mótið má finna á Facebook-síðunni Pílufélag Vestmannaeyja.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst