Vinnslustöðin efnir til samkeppni í samstarfi við Vestmannaeyjabæ um veggskreytingu á suðurgafli nýju frystigeymslunnar sem rís á Eiðinu á næstu mánuðum.
Væntanlegt listaverk verður áberandi frá syðri hluta bæjarins og blasir líka við þeim er fara um ferjubryggju Herjólfs.
Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í samkeppninni, 500.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 250.000 kr. fyrir annað sæti og 125.000 fyrir hið þriðja að viðbættum virðisaukaskatti.
Tillögum skal skila í síðasta lagi 9. janúar 2017 og gert er ráð fyrir að niðurstöður verði kynntar hér á VSV-vefnum 24. janúar til 3. febrúar.
Dómnefnd skipa �?orsteinn �?li Sigurðsson, tæknifræðingur Vinnslustöðvarinnar, formaður; Pétur Jónsson landslagsarkitekt frá Landark; Margrét Rós Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar og Hafþór Halldórsson, verkefnastjóri hjá Vestmannaeyjabæ. Trúnaðarmaður dómnefndar er Haraldur Bergvinsson, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar.