Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila þær gegn Úrúgvæ. Hægt er að sjá hópinn í heild sinni hér að neðan:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur
Sara Sif Helgadóttir, Haukar
Útileikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Elísa Elíasdóttir, Valur
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR
Lovísa Thompson, Valur
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Thea Imani Sturludóttir, Valur
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst