Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila þær gegn Úrúgvæ. Hægt er að sjá hópinn í heild sinni hér að neðan:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur
Sara Sif Helgadóttir, Haukar
Útileikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Elísa Elíasdóttir, Valur
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR
Lovísa Thompson, Valur
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Thea Imani Sturludóttir, Valur
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.