Seinasta Aglow samvera vetrarins

Í dag þann 1. maí fáum við heimsókn frá Aglow konum í Garðabæ. Þær ætla að vera með okkur í bænagöngu og svo um kvöldið. Við komum saman við Landakirkju kl. 17.00 og leggjum af stað kl. 17.10 og göngum um bæinn og stoppum á nokkrum stöðum og biðjum. Um kl. 18.00 komum við upp í Safnaðarheimili og borðum saman góða súpu og brauð. Aglow samveran hefst kl. 19.30 þar sem við syngjum saman og konurnar úr Garðabæ taka þátt í stundinni. Helena Leifsdóttir leiðir hópinn og verður gaman að eiga samfélag saman og það verður uppörvandi að heyra hvatningu kvennanna. ,,Statt upp, skín þú…“ Jesaja 60.1. Endilega takið þátt í allri dagskránni, en það má koma einungis í gönguna, matinn eða samveruna ef þanning stendur á. Bænagangan er öllum opin, en Aglow samveran er fyrir konur  á öllum aldri.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.