Að sögn Sigurðar Harðarsonar, talsmanns Saving Iceland, verða þrjár mótmælabúðir starfræktar í senn, að minnsta kosti út júlímánuð. Búist er við að þátttakendur verði um eitthundrað, flestir erlendir ferðamenn, skipti sér niður á búðirnar og taki þátt í beinum aðgerðum gegn stóriðjuframkvæmdum.
Sigurður segir að búið sé að fá leyfi fyrir mótmælabúðunum frá landeigendum sem eiga í hlut, en af tilliti við þá verður staðsetningin ekki gefin upp að svo stöddu. �?Landeigendur óttast að verða fyrir óþarfa þrýstingi frá hagsmunaaðilum um að banna okkur að vera. Fjöldi landeigenda hefur nú þegar boðið okkur að koma vegna þess að þeir vita að við eigum eftir að vekja athygli á umhverfisspjöllum í nágrenninu, þannig að það eru raunar margir staðir sem koma til greina,�? segir Sigurður en sambærilegum búðum var slegið upp á Kárahnjúkum síðastliðið sumar.
Ráðstefnan og mótmælabúðirnar eru öllum opnar en nánari upplýsingar er að finna á savingiceland.org.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst