Sjómenn samþykkja samning
net_sjomenn_opf
,,Núna eru sjómenn innan SSÍ komnir með alvöru kjarasamning eftir erfiða fæðingu." segir formaður SSÍ. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Kjarasamningur sem undirritaður var þann 6. febrúar 2024 var samþykktur með 62,84 greiddra atkvæða. 37,17% voru á móti. Kjörsókn var 53,62%.

Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands segir að það sé alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins. Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.

Samningurinn er tímamótasamningur fyrir sjómenn. Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti.

Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk.

Sjómenn kunna að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu

Valmundur Valmundsson formaður SSÍ segir á þessum tímamótum að núna séu sjómenn innan SSÍ komnir með alvöru kjarasamning eftir erfiða fæðingu.

„Sá samningur sem felldur var fyrir ári síðan er grunnurinn að þessum nýja samningi. Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð. Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.” segir Valmundur.

Valmundur_23_tms
Valmundur Valmundsson formaður SSÍ. Eyjar.net/TMS

Að endingu segir í tilkynningunni: Úrtöluraddir munu halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Hlustum ekki á hælbítana, höldum stoltir áfram og vinnum eftir góðum kjarasamningi næstu árin.

https://eyjar.net/sjomenn-og-sfs-semja-2/

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.