Skipulagi breytt vegna ferjulægis

Sagði Unnur Brá við Morgunblaðið að skipulagsbreytingar vegna ferjulægisins og eins nýrrar veglínu í Hornafjarðarósi væru þær fyrstu sem færu í þetta ferli. �?egar búið verður að samþykkja aðalskipulagið þarf framkvæmdin að fara í umhverfismat, sem tekur nokkra mánuði, og þá fyrst verður hægt að hefja framkvæmdir.

�?Við erum gríðarlega spennt og þetta opnar mýmarga nýja möguleika fyrir okkur og Vestmannaeyinga,�? sagði Unnur Brá. �?�?að er ekki síst aukin tenging byggðanna og möguleikar á samstarfi milli sveitarfélaganna sem vekur áhuga
minn. Slagkrafturinn í samstarfi sveitarfélaganna mun margfaldast við þetta. Eins mun þetta endurnýja gömul og náin tengsl frá því á árum áður.�? Komi ferjan verður auðveldara fyrir Rangæinga að sækja ýmsa þjónustu til Vestmannaeyja, t.d. bæði skóla og íþróttamannvirki, að sögn Unnar Brár.

Ferjulægi sem kemur í mitt hafnlaust Suðurland mun stuðla að auknum straumi ferðamanna til Eyja, að mati Unnar Brár. Hann fari allur í gegnum héraðið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á starfsemi þar og ferðaþjónustuna sem sé einn af lykilatvinnuvegum svæðisins. Hún minnti á að ákvörðun um gerð ferjulægisins lægi ekki fyrir en á samgönguáætlun væri gert ráð fyrir fjárveitingu í verkefnið og það væri visst skref og yfirlýsing frá stjórnvöldum um að bæta þurfi samgöngur við Vestmannaeyjar.
Morgunblaðið greindi frá.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.