Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði.
Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til að vinna að eigin tónlist. Áhersla verður á tónsköpun, útsetningar, upptökur og útgáfu efnis ásamt samvinnu og verkefnavinnu í skapandi umhverfi.
Starfsemin verður hluti af félagsmiðstöðinni, með samnýtingu á húsnæði og mannauði. Fram kemur í fundargerð að rými fyrir starfsemina sé þegar tilbúið og gert ráð fyrir að ráðið verði í 50% starf þegar fjárhagsáætlun ársins 2026 hefur verið samþykkt. Stefnt er að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót.
Ráðið þakkaði kynninguna og lýsti yfir að spennandi verði að fylgjast með framvindu verkefnisins.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst