“SLIPPURINN: recipes and stories” kemur út á vegum Phaidon í Október útum allan heim.

Þetta er fyrsta bók Gísla Matthíasar Auðunssonar yfirmatreiðslumeistara Slippsins en hann rekur staðinn ásamt fjölskyldu sinni Katrínu Gísladóttur,  Auðunni Arnari Stefnissyni og Indíönu Auðunsdóttur.

Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði veitingastaðarins Slippsins sem nú er opin fyrir 10 tímabilið sitt og verða yfir 100 uppskriftir í henni bæði fjölbreyttur matur og drykkir þar sem notast er við bæði staðbundið og árstíðarbundið hráefni.

Nicholas Gill skrifar bókina með Gísla og farið er vel yfir matarkistu Vestmannaeyja auk sagna frá veitingastaðnum. Bókin er vel myndskreytt með glæsilegum ljósmyndum frá Karl Petersson sem sá um matarljósmyndun og Gunnari Frey Gunnarsyni sem sá um landslagsmyndir. Einnig eru handteiknaðar myndir frá Renata Feizaka listakonu og gamlar ljósmyndir frá Sigurgeiri Jónassyni frá Vestmannaeyjum.

Hægt er að forpanta bókina á vefsíðu Phaidon.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.