Þetta er fyrsta bók Gísla Matthíasar Auðunssonar yfirmatreiðslumeistara Slippsins en hann rekur staðinn ásamt fjölskyldu sinni Katrínu Gísladóttur, Auðunni Arnari Stefnissyni og Indíönu Auðunsdóttur.
Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði veitingastaðarins Slippsins sem nú er opin fyrir 10 tímabilið sitt og verða yfir 100 uppskriftir í henni bæði fjölbreyttur matur og drykkir þar sem notast er við bæði staðbundið og árstíðarbundið hráefni.
Nicholas Gill skrifar bókina með Gísla og farið er vel yfir matarkistu Vestmannaeyja auk sagna frá veitingastaðnum. Bókin er vel myndskreytt með glæsilegum ljósmyndum frá Karl Petersson sem sá um matarljósmyndun og Gunnari Frey Gunnarsyni sem sá um landslagsmyndir. Einnig eru handteiknaðar myndir frá Renata Feizaka listakonu og gamlar ljósmyndir frá Sigurgeiri Jónassyni frá Vestmannaeyjum.
Hægt er að forpanta bókina á vefsíðu Phaidon.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst