Fyrir helgi voru tekin í gagnið ný bílastæði Vestmannaeyjahafnar við Veiðafæragerðina.
Búið er að setja upp skilti með upplýsingum um fyrir hverja þessi bílastæði eru og hvernig skipulagið er á svæðinu, sagði í tilkynningu frá höfninni fyrir helgi. Um er að ræða bílastæði fyrir þá sem eiga bókað í Herjólf.
Notaðar voru grindur sem undirlag sem nú þegar hafa látið á sjá eftir þungaflutninga líkt og myndirnar hér sýna. Þegar blaðamann Eyjafrétta/Eyjar.net bar að garði voru framkvæmdaraðilar og bílstjórar flutningabílana að skoða skemmdirnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst