Nýsköpunarmiðstöð Íslands ætlar að setja upp stafræna smiðju, Fab Lab (Fabrication Laboratory), með tækjum og tólum í Vestmannaeyjum í sumar. Smiðjunni er ætlað að gefa frumkvöðlum, nemendum, almenningi og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir sínar verða að veruleika með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst