Dregið var í fyrstu umferð Coca-cola bikars, karla og kvenna, í handbolta í hádeginu í gær.
Kvennalið ÍBV drógst á móti Víkingi sem leikur í Grill 66 deild kvenna og mætast liðin á heimavelli Víkingsstúlkna.
Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru:
HK – Haukar
Afturelding – KA/Þór
Grótta – Valur
ÍR – FH
Fylkir – Stjarnan
Fjölnir – Selfoss
Bikarmeistarar Fram satu hjá og verður því áttunda liðið í næstu umferð keppninnar.
Karlamegin drógst sem hér segir í 32-liða úrslitin:
Grótta – Stjarnan
Hvíti riddarinn – Víkingur
Fram – Akureyri
KA – Haukar
Bikarmeistarar ÍBV og silfurlið Selfoss sátu hjá sem og 10 önnur lið sem ekki komu upp úr pottinum. En aðeins var dregið í fjórar viðureignir. Alls skráðu 20 lið sig til leiks. Sextán lið verða því eftir í næstu umferð keppninnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst