Haustið 2023 sótti Vestmannaeyjabær um styrki fyrir uppbyggingu gönguleiða til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Fram kemur í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja að fyrir liggi ákvörðun sjóðsins um styrk vegna uppbyggingar og lagfæringar gönguleiðar á Heimaklett um 11.180.000 kr.
Fram kemur í bréfi Ferðamálastofu til Vestmannaeyjabæjar að styrkurinn sé veittur í nauðsynlegar endurbætur á gönguleiðinni upp á Heimaklett sem er krefjandi en nýtur sívaxandi vinsælda. Við núverandi aðstæður er mikil slysahætta, sleipir göngustígar, jarðvegssig og þverhnípi. Verkefnið fellur því vel að áherslu sjóðsins um bætt öryggi og náttúruvernd.
Myndband frá í vor af Heimakletti má sjá í fréttinni hér að neðan.
https://eyjar.net/heimaklettur-i-dag-2/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst