Sumarfundur forsætisráðherra í Eyjum

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. – 26. júní nk. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur fundarins.

Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru 50 ár liðin frá lokum eldgossins í Vestmannaeyjum. Myndarlegur stuðningur barst frá Norðurlöndunum vegna uppbyggingarinnar í kjölfar gossins, bæði í formi fjárframlags og með ýmsum öðrum hætti.

Til fundarins er boðið forsætisráðherrum Norðurlandanna, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands, og tekur framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar þátt í hluta fundarins.

Þetta segir á síðu Stjórnarráðsins.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.