Sumarfundur forsætisráðherra í Eyjum
17. júní, 2023

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. – 26. júní nk. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur fundarins.

Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru 50 ár liðin frá lokum eldgossins í Vestmannaeyjum. Myndarlegur stuðningur barst frá Norðurlöndunum vegna uppbyggingarinnar í kjölfar gossins, bæði í formi fjárframlags og með ýmsum öðrum hætti.

Til fundarins er boðið forsætisráðherrum Norðurlandanna, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands, og tekur framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar þátt í hluta fundarins.

Þetta segir á síðu Stjórnarráðsins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.