Sumargleði framundan í Höllinni
Mynd frá Höllinni

Sumarið er rétt handan við hornið og mikið líf að færast yfir Eyjarnar. Fjölbreyttir viðburðir eru á döfinni í Höllinni á næstu vikum.

Laugardaginn 3. maí, eftir The Puffin Run, verður veglegt steikarhlaðborð í Höllinni, framreitt af Einsa Kalda. Þar gefst hlaupurum og öðrum gestum tækifæri á að njóta góðs matar og stemningar. Eftir kvöldverðinn tekur við Partý Bingó og síðan mun DJ Henok sjá um að halda uppi fjöri á dansgólfinu.

Föstudaginn 30. maí stígur Nýdönsk á svið og verður með tónleika í tilefni sjómannadagshelgarinnar.

Mynd frá Höllinni

Laugardagskvöldið 31. maí verður haldið glæsilegt sjómannadagsball þar sem aldamótaþema verður í aðalhlutverki. Veislustjóri verður Simmi Vill og þeir sem fram koma eru:

– Beggi í Sóldögg
– Einar Ágúst
– Una Þorvalds
– Haffi úr MEMM
– Jónsi í Í svörtum fötum
Það er svo sannarlega nóg um að vera á næstu vikum!

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.