Sumarið er rétt handan við hornið og mikið líf að færast yfir Eyjarnar. Fjölbreyttir viðburðir eru á döfinni í Höllinni á næstu vikum.
Laugardaginn 3. maí, eftir The Puffin Run, verður veglegt steikarhlaðborð í Höllinni, framreitt af Einsa Kalda. Þar gefst hlaupurum og öðrum gestum tækifæri á að njóta góðs matar og stemningar. Eftir kvöldverðinn tekur við Partý Bingó og síðan mun DJ Henok sjá um að halda uppi fjöri á dansgólfinu.
Föstudaginn 30. maí stígur Nýdönsk á svið og verður með tónleika í tilefni sjómannadagshelgarinnar.
Laugardagskvöldið 31. maí verður haldið glæsilegt sjómannadagsball þar sem aldamótaþema verður í aðalhlutverki. Veislustjóri verður Simmi Vill og þeir sem fram koma eru:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst