​Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma
10. september, 2024
Lífið er saltfiskur, segir í umfjölluninni. Ljósmynd/vsv.is.

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn.

En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. Auk þeirra komu nokkrir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar með í heimsóknina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Gagnkvæm skipti á þekkingu

​Verkefnið ber nafnið „Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia” og gengur það út á það að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal.

Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. Það hefur verið í mótun sl. 9 ár og er nú til dags orðið vel þekkt á meðal nemenda og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðal neyslusvæði saltfisks. Hluti af verkefninu er keppni þar sem besti saltfisk​-kokkur hvers lands er valinn.

Í verðlaun er ferð til Íslands. Þar fá sigurvegarnir að kynnast uppruna þessarar hágæða vöru sem íslenski saltfiskurinn er, en líka til þess að miðla og vera fulltrúi síns lands. CECBI kokkarnir voru hluti af dagskrá Mateyjar. Eitt af atriðunum var að endurskapa sigurréttinn fyrir gesti sem boðið var í Herjólfsbæinn. Þannig má segja að gagnkvæm skipti séu á þekkingu. Þ.e.a.s þau kynnast Íslandi og Íslendingar njóta saltfisks-matargerðar í sérflokki.

Mjög áhugaverð heimsókn

Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri, sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að heimsóknin í Vinnslustöðina hafi verið mjög áhugaverð fyrir erlendu gestina.

„Fyrst fengu þau kynningu á fyrirtækinu og starfsemi Grupeixe í Portúgal og síðan fengu þau að fylgjast með vinnslu á saltfiski sem svo sannarlega stóð undir væntingum. Þau voru mjög áhugasöm og munu án efa vera dugleg að segja frá íslenska saltfiskinum og velja hann sem hráefni í komandi framtíð.”

​S​amvinnan mikilvæg

​Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV segir það alveg einstakt að geta haldið viðburð eins og Matey hér í Eyjum.

​„Fyrir okkur hjá Vinnslustöðinni og aðra sem taka þátt, þá er þetta gott tækifæri til kynningar á því sem við framleiðum. En svo er líka mikilvæg öll sú samvinna sem er fólgin í undibúningi hátíðarinnar. Innan Vinnslustöðvarinnar hafa flestar framleiðslueiningar komið að því að útvega hráefni. Sem dæmi hefur komið saltfiskur frá Vinnslustöðinni, ferskir hnakkar frá Leo Seafood, ​hrognaafurðir frá Marhólmum, lifur frá Idunn Seafood o.s.frv. Núna komu m.a. fersk steinbítsflök frá Hólmaskeri, vinnslu okkar í Hafnarfirði. Ísfélagið útvegar einnig hráefni og skiptum við því niður á okkur eins og best hentar. Svona getum við saman orðið við flestum óskum kokkanna sem hingað koma og afhent þeim hráefni af bestu gæðum.​” segir Sverrir​ og bætir við að samvinna veitingastaðanna​ sé líka aðdáunarverð​. ​„Þar hleypur hver undir bagga með öðrum eins og þarf enda allt mikið fagfólk sem stendur þessum frábæru stöðum.​ Matey er ekki bara skemmtilegur viðburður, heldur sýnir hátíðin og undirbúningur hennar líka styrk og samvinnu allra sem að þessu koma.​​”​

Myndband ​um verkefnið​ auk fleiri mynda frá heimsókninni má sjá á Vinnslustöðvar-vefnum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst