Efnilegir krakkar í fótboltaskóla ÍBV

Fótboltaskóli ÍBV í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og Ísfélagið var haldinn um hátíðarnar. Námskeiðin voru fyrir bæði stelpur og stráka og voru þetta krakkar frá 7. flokki og uppí 4. Flokk, eða á aldrinum 6 – 14 ára. Rúmlega 60 krakkar voru á seinna námskeiðinu og 50 krakkar á því fyrra. Hjá þeim yngri var áhersla á […]

Hægt sé að gera góðan skóla enn betri

„Kæru útskriftarnemar, innilega til hamingju með daginn og þann árangur sem þið fagnið hér í dag. Þetta er ykkar dagur – tímamót í lífi hvers og eins. Þið hafið lagt hart að ykkur í námi, staðið ykkur vel og skilið eftir spor sem skólinn okkar er stoltur af. Á þessum tímamótum er við hæfi að […]

Að stunda nám við FÍV eru forréttindi

„Þá er komið að því að loka stórum kafla í lífi okkar og útskrifast úr framhaldsskóla. Ný og spennandi tækifæri fara að taka við og fleiri vegir opnast. Að hafa fengið að stunda nám við FÍV eru forréttindi. Við höfum fengið tækifæri á því að þroskast, gera mistök og læra frá þeim. Við höfum lært […]

Fjölmennt á flugeldabingói ÍBV

Það var þéttsetinn bekkurinn á flugeldabingói ÍBV sem fór fram í Höllinni gær. Dekkað var upp fyrir 600 manns en þó nokkur fjöldi varð að vera með spjöld sín á lærum sínum, slík var mætingin. Hlutverk bingóstjóra var að venju í höndum Grétars Þórs Eyþórssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar. Óskar Pétur Friðriksson skellti sér með myndvélina […]

Oktawia og Róbert Elí með bestan námsárangur

Framhaldsskólanum var slitið miðvikudaginn 18. desember  og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélagi veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru  Adam Smári  og Ívar […]

Gul viðvörun á Suðurlandi og Suðausturlandi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir fram til 31 des. kl. 10:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum og snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hægari vindur annars staðar á svæðinu […]

FÍV – Fleiri tækifæri til náms í heimabyggð

Á nýliðinni haustönn voru tæplega 80 fleiri nemendur í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en önnina á undan. Alls um 280 nemendur á 11 mismunandi brautum og í 82 áföngum. Tæplega 59% umsækjenda á haustönn voru í iðn- og verknám og 36% nemenda sem komu beint úr grunnskóla sóttu um í iðn- og verknámi eða 21 nemandi […]

U-19 landslið hlaut silfur á Sparkassen Cup

Á myndinni má sjá Eyjastrákana Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánsson og Andra Erlingsson.  U-19 landslið karla vann til silfurs á úrslitaleik á Sparkassen Cup í Merzig, Þýskalandi í gær þar sem þeir léku á móti Þjóðverjum. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni og endaði leikurinn 27-31 Þjóðverjum í hag. Mótið var gríðalega góð reynsla fyrir […]

Þurfa að sigla eftir sjávarföllum

landeyjah_her_nyr

Ljóst er að eftir siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar í dag og niðurstöðu dýptarmælingar sem fór fram í morgun að dýpið í höfninni hefur farið minnkandi eftir veðrið síðustu daga líkt og má sjá á myndinni hér fyrir neðan.  Ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum næstu daga. Álfsnesið er á leiðinni til Landeyjahafnar og hefst […]

Upphitun undir gervigrasið á Hásteinsvelli – fjárfesting í framtíð barna og samfélags

Framundan eru stórar framkvæmdir sem munu hafa mikil áhrif á íþróttastarf og samfélagið í Vestmannaeyjum. Lagning gervigrass á Hásteinsvöll er löngu tímabær og mikilvæg, en hún má ekki vera hálfkláruð. Að sleppa því að leggja hitalagnir undir völlinn núna væri skammsýn ákvörðun sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað og minni nýtingu í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.