Umsjónarfélagsráðgjafi lagði fram – á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja – yfirlit yfir fjölda barnaverndarmála hjá barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar á árinu 2023.
Fram kemur að tilkynningar hafi verið 248 árið 2023 sem er talsverð fjölgun frá síðustu árum. Til samanburðar voru þær 197 árið 2022. Árið 2023 er fyrsta ár barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja í breyttri mynd eftir lagabreytingar í málaflokknum en skv. nýju lögunum starfrækir Vestmannaeyjabær nú eigin barnaverndarþjónustu. Breytingarnar hafa reynst vel að mati starfsmanna barnaverndarþjónustunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst