Nú styttist óðfluga í hátíðina okkar og því vilja ÍBV-íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd vekja athygli á nokkrum breytingum sem verða í Herjólfsdal í ár:
1. Engin almenn bílastæði í Herjólfsdal
Í ár verða engin almenn bílastæði í Herjólfsdal. Þetta er liður í því að draga úr umferð á hátíðarsvæðinu og auka öryggi gesta. Umferð og rökkur skapa aukna hættu þegar margt fólk er á ferð.
Í fyrra var akstur að hliði bannaður, en í ár verður allur akstur bannaður inn fyrir afleggjara, nema fyrir viðbragðsaðila og almenningssamgöngur. Takmörkuð bílastæði verða meðfram veginum og eru þau ætluð starfsfólki Þjóðhátíðar og þeim sem ferðast með fatlaða eða hreyfihamlaða einstaklinga.
Þjóðhátíðarnefnd hvetur alla gesti til að nýta sér almenningssamgöngur.
2. Ekkert gler í Herjólfsdal
Allar glerumbúðir eru bannaðar í Herjólfsdal. Gæsluliðum er heimilt að fjarlægja glerumbúðir af gestum.
3. Breytt fyrirkomulag við tjöldun
Í ár verður tjaldað í fjórum hollum. Þetta er gert til að stytta biðtíma þeirra sem eiga fráteknar lóðir ofarlega á götunum. Mikilvægt er að gestir mæti á réttum tíma til tjöldunar:
Kl. 17:00 – Fyrstu átta lóðir, beggja vegna:
Reimslóð, Þórsgata, Týsgata, Ástarbraut, Veltusund og Klettar
Kl. 17:45 – Fyrstu átta lóðir, beggja vegna:
Skvísusund, Lundaholur, Sjómannasund, Sigurbraut, Herjólfsgata
Kl. 18:30 – Seinni lóðir, beggja vegna:
Reimslóð, Þórsgata, Týsgata, Ástarbraut, Veltusund og Efri byggð
Kl. 19:15 – Seinni lóðir, beggja vegna:
Skvísusund, Lundaholur, Sjómannasund, Sigurbraut, Herjólfsgata
Kl. 20:00 – Þeir sem ekki eiga frátekna lóð tjalda.
Við vonum að þessar breytingar stuðli að betra flæði, meiri öryggi og ánægjulegri Þjóðhátíð fyrir alla. Takk fyrir að sýna tillitsemi og fylgja leiðbeiningum á staðnum, segir í tilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi og frá þjóðhátíðarnefnd.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst