Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Þorlákur er 55 ára gamall og mjög reyndur í faginu en hann hefur þjálfað úti um allan heim síðustu ár.
Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Þorlákur skrifi undir þriggja ára samning við knattspyrnudeildina. Hann tekur við af Hermanni Hreiðarssyni sem skilaði af sér frábæru starfi þegar Lengjudeild karla lauk í síðasta mánuði, en ÍBV varð meistari.
Þorlákur þjálfaði snemma á ferlinum hjá Val og Fylki í meistaraflokki karla en eftir það fór hann í landsliðsþjálfun og stýrði hann landsliðum U15-U17 hjá bæði strákum og stelpum frá 2009-2018. Á meðan stýrði hann Stjörnukonum til tveggja Íslandsmeistaratitla og eins bikarmeistaratitils á árunum 2011-2013.
Láki, eins og hann er oftast kallaður, stýrði þá einnig akademíunni hjá sænska liðinu Brommakjarna, sem eru með stærsta unglingastarf í Evrópu og þá var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Hong Kong í tæp þrjú ár. Hann sneri til baka til Íslands og stýrði Þórsurum í tvö tímabil í Lengjudeildinni en tók síðan við portúgalska kvennaliðinu Damaiense á síðasta ári.
Hann sagði upp störfum hjá Damaiense fyrir viku síðan eftir að hafa sinnt góðu starfi þar. Knattspyrnuráð hlakkar til samstarfsins við Þorlák og óskar þess að samstarfið verði farsælt.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.