Aðalfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja 2025;
„Í fyrra flutti ég fyrstu skýrslu stjórnar úr þessum stóli. Þá lýsti ég því hvernig ég hafði tekið mér nokkra mánuði til að djúprýna starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja ásamt þeim tækifærum sem kynnu að standa frammi fyrir Vestmannaeyjum á sviði nýsköpunar og þróunar,“ sagði Tryggvi Hjaltason formaður Þekkingarsetursins á aðalfundi þess 16. maí sl. og er hann bjartsýnn á framtíðina. „Það eru mörg tækifæri við sjóndeildarhringinn og ég held að óhætt sé að segja að Vestmannaeyjar eru að verða það sveitarfélag sem stigið hefur hvað kröftugast niður í þessum efnum og framtíðin er svo sannarlega björt og spennandi,“ sagði Tryggvi.
Fundurinn einkenndist af bjartsýni en skugga hefur dregið upp á himininn. „Ef við byrjum á dökku myndinni þá lítur út fyrir að boðuð veiðigjöld ríkisstjórnarinnar muni koma einna harðast niður á Vestmannaeyjum í samanburði við aðrar byggðir,“ sagði Tryggvi og það sýnir skýrsla sem KPMG gerði fyrir sveitarfélög sem byggja á sjávarútvegi.
Að öðru leyti var Tryggvi á jákvæðu nótunum og nefndi uppgang í skólastarfi í Vestmannaeyjum á öllum skólastigum. Starfsemi Visku sem er hluti af Þekkingarsetrinu hefur stóraukist og sama má segja um Fablab smiðjuna sem var sú fyrsta hér á landi.
Hörður Baldvinsson framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsstöðu Setursins og nefndi verkefni eins og veiðar og áframhaldandi rannsóknir á rauðátu ásamt nokkrum spennandi verkefnum sem eru í farvatninu. Einnig fór hann lauslega yfir eitt af spennandi verkefnum sumarsins en það eru tilraunaveiðar á bolfiski í gildrur hér við Vestmannaeyjar sem eru hafnar, en Þekkingarsetrið hefur fengið rannsóknarkvóta á þorski og mun verkefnið vera til fimm ára.
Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður og sérfræðingur hjá Háskóla Íslands sagði frá rannsóknum sínum á virkri þátttöku setranna í samfélagi, þróun og horfum þeirra. Háskólasetrið í Vestmannaeyjum hefur í nokkur ár kannað og greint hvali við Eyjar sem skilað hafa eftirtektarverðum árangri.
Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri Félags fyrirtækja í uppsjávariðnaði greindi frá því helsta sem hann er sýsla. Hann hóf störf í desember sl. og er þegar með ótrúlega marga spennandi bolta á lofti.
Loks sagði Frosti Gíslason, verkefnastjóri Fablab frá starfseminni sem er orðinn hluti af skólastarfi í Vestmannaeyjum.
Í stjórn eru Páll Guðmundson, Arnar Sigurmundsson, Örvar Arnarson, Tryggvi Hjaltason stjórnarformaður, Sæunn Stefánsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Brynhildur Davíðsdóttir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.