TM-mótið komið á fullt skrið
Frá leik í morgun. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

„Stelpurnar hófu leik í ekta fótboltaveðri stundvíslega klukkan 08:20 í morgun. Veðurspáin lofar góðu og því útlit fyrir skemmtilegt mót.” Þetta segir í frétt á vefsíðu TM-mótsins en 112 lið eru skráð til leiks á mótinu í ár. Mótið er fyrir 5. flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur.

Í tilkynningu frá Lögreglunni í Eyjum segir að vegna mótsins sé mikill fjöldi í bænum og biður lögreglan ökumenn að taka tillit til þess og aka varlega. ,,Við viljum benda ökumönnum á að bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á Hamarsveginum, sjá á mynd, (þar sem flestir knattspyrnuvellirnir eru). Lögregla mun halda úti öflugu eftirliti í umferðinni þar sem fylgst verður vel með ökuhraða, ástandi og réttindum ökumanna, lagningum, bílbeltanotkun, notkun farsíma og snjalltækja við akstur, fjölda farþega o.s.frv.”

Fleiri fréttir af mótinu má sjá hér. 

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.