„Stelpurnar hófu leik í ekta fótboltaveðri stundvíslega klukkan 08:20 í morgun. Veðurspáin lofar góðu og því útlit fyrir skemmtilegt mót.” Þetta segir í frétt á vefsíðu TM-mótsins en 112 lið eru skráð til leiks á mótinu í ár. Mótið er fyrir 5. flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur.
Í tilkynningu frá Lögreglunni í Eyjum segir að vegna mótsins sé mikill fjöldi í bænum og biður lögreglan ökumenn að taka tillit til þess og aka varlega. ,,Við viljum benda ökumönnum á að bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á Hamarsveginum, sjá á mynd, (þar sem flestir knattspyrnuvellirnir eru). Lögregla mun halda úti öflugu eftirliti í umferðinni þar sem fylgst verður vel með ökuhraða, ástandi og réttindum ökumanna, lagningum, bílbeltanotkun, notkun farsíma og snjalltækja við akstur, fjölda farþega o.s.frv.”
Fleiri fréttir af mótinu má sjá hér.