Ufsaveisla á Papagrunni
Myndin er tekin um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE 401. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Bæði Breki og Þórunn Sveinsdóttir héldu á austfjarðamið fyrir helgi og komu til löndunar í byrjun vikunnar. Breki á mánudag og Þórunn í gær. Uppistaða aflans var ufsi hjá báðum skipunum, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. Þar er rætt við Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur.

„Við fórum út á miðvikudaginn í síðustu. Byrjuðum í Reynisdýpi. Þar var slatti af ufsa. Þaðan héldum við í Breiðamerkurdýpi. Þar var kropp, aðalega ufsi og ýsa. Því næst héldum við á Gula teppið. Ég var ræstur um nóttina þar sem fregnir voru af mokveiði á Papagrunni. Við tókum því stefnuna þangað enda ekki langt að fara. Þetta var algjör veisla. Við vorum að fá frá 12 upp í 20 tonn í hali. Vorum með rúmlega 100 tonn af ufsa á rúmum sólarhring.“

Óskar segir að þetta hafi verið stór og góður ufsi, sem þarna fékkst. „Ég hlakka til að sjá jólabónusinn frá Binna.“ segir Óskar Þór. Þeir stoppuðu ekki lengi í landi. Þegar fréttaritari vsv.is náði tali af Óskari Þór á ellefta tímanum í morgun voru þeir komnir 20 mílur austur af Eyjum. Stefnan er aftur tekin á austfjarðamið.

DSC_7086
Óskar Þór um borð í Þórunni. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.