Um hundrað manns missa vinnuna
13. júlí, 2007

Um hundrað manns missa vinnuna í Þorlákshöfn vegna kvótaskerðingar á næsta fiskveiðiári. Þetta kom fram í samtölum Sunnlenska við fjölmarga aðila í útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Mest er óvissan í þeim fyrirtækjum sem byggt hafa vinnslu sína á kvótaleigu og kaupum á mörkuðum þar sem ekki er vitað hversu mikið framboð verður í þeim geira eftir skerðingu.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst