Í síðustu viku kom upp eldur í léttabát Herjólfs við reglubundna björgunaræfingu. Á æfingunni var léttabátur skipsins sjósettur og notaður til æfinga. Að auki féll einn þriggja skipverja sem var um borð í bátnum útbyrðis.
Eyjar.net spurði Hörð Orra Grettisson, framkvæmdastjóra Herjólfs um þetta atvik og þær spurningar sem upp koma um hvort eðlilegt sé að stunda slíkar æfingar þegar verið er að flytja farþega á milli lands og Eyja.
https://eyjar.net/engin-slys-a-folki-en-baturinn-liklega-onytur/
Mikilvægt að hafa æfingarnar sem næstar raunveruleikanum
Venjulega eru níu í áhöfn og þarna fer 1/3 áhafnarinnar frá borði. Spurður um hvort það samræmist lögum og reglum um farþegasiglingar og hvort skipafélagið hyggist endurskoða slíkar æfingar svarar hann að Herjólfur sé með virkt öryggisstjórnunarkerfi (SMS).
„Tilgangur þess er að tryggja öryggi um borð, koma í veg fyrir slys og hindra óhöpp. Einnig er það notað til að viðhalda hámarks kröfum í öllum öryggismálum. Stór hluti af kerfinu er að halda björgunaræfingar, æfingarnar eru notaðar til að undirbúa áhöfnina sem er 10-14 einstaklingar fyrir öllum þeim óvæntum atburðum sem geta komið upp. Æfingar eru oft haldnar á meðan skipið er í áætlunarferð, enda mikilvægt að hafa æfingarnar sem næstar raunveruleikanum til að áhöfn fái sem mest út úr æfingunum. Til dæmis höfum við æft með þyrlu Landhelgisgæslunnar og Björgunarbátnum Þór í áætlanasiglingu.
Öryggisstjórnunarkerfið er ekki endastöð, það er í stöðugri endurskoðun og áhöfnin leitar stöðugt af því að bæta kerfið með þann tilgang að tryggja öryggi um borð og með stöðugri endurskoðun næst hámarksgæði í öryggisstjónunarkerfið.
Öryggisstjórnunarkerfið er tekið út árlega af þar til bærum yfirvöldum þar sem meðal annars skýrslur og möt eru tekin út, úttektin hefur hingað til verið gerð án athugasemda.“
segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst