Vald á fárra höndum
Fækkun málafjölda fagráða veldur áhyggjum
Hildur Solv Ads
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa er að bera virðingu fyrir og vernda lýðræðið sem Íslendingar hafa þurft að berjast fyrir í gegnum tíðina. Það hefur verið tilfinning mín að málaþungi bæjarráðs þar sem fæstir fulltrúar sitja, 2 frá meirihluta og 1 frá minnihluta, hafi aukist á meðan að málafjöldi annarra ráða hafi dregist saman. Í öðrum fagráðum sitja fimm fulltrúar, 3 frá meirihluta og 2 frá minnihluta. Ég tók saman upplýsingar um þróun málafjölda ráða sveitarfélagsins til að skoða þetta nánar.

Ég bar saman árin 2019 sem var fyrsta heila árið sem núverandi meirihluti starfaði og svo árið í fyrra til að bera saman þróun málafjölda yfir tímabilið og voru niðurstöðurnar nokkuð sláandi en þær má sjá hér í töflu 1.

Tafla 1

Ráð Fræðsluráð Fjöl og tóm um og skip framkv. hafna bæjarráð
Fjöldi funda 2019 13 18 21 17 27
Fjöldi funda 2024 10 11 18 15 20
Fjöldi mála að meðaltali per fund ’19 5 5.3 10.3 4.5 6.9
Fjöldi mála að meðaltali per fund ’24 3.8 3.5 6.9 3.5 10.4
málum fækkar að meðaltali um 24% 34%* 33%** 22%  
málum fjölgar að meðaltali um         51%

Með fækkun funda og færri málafjölda á hverjum fundi hefur heildarmálafjöldi fagráða fækkað umtalsvert á meðan að málafjöldi bæjarráðs hefur aukist þrátt fyrir færri fundi, sjá töflu 2.

Tafla 2

heildamálafjöldi Fræðsluráð Fjöl og tóm Um og skip Framkv. Hafna Samtals Bæjarráð
‘19 mv. meðaltal 65 95.4 216.3 76.5 453.2 186.3
20’24 mv. meðaltal 38 38.5 124.2 52.5 253.2 208
          44% færri mál 12% fleiri mál

 

*,** Þess ber þó að geta að breyting á fyrirtöku barnaverndarmála hefur fækkað málum þeim tengdum í fjölskyldu- og tómstundaráði og eins hafa afgreiðslufundargerðir bygginga- og skipulagsfulltrúa dregið úr málafjölda í umhverfis- og skipulagsráði en þær breytingar duga þó ekki einar og sér til að skýra þessa miklu og gegnumgangandi fækkun mála innan fagráðanna.

Heildarmálafjöldi fagráða annarra en bæjarráðs fækkað um 200

Heildarmálafjöldi fagráða annarra en bæjarráðs hefur farið verulega fækkandi ef borin eru saman árin 2019 og 2024 eða úr um 450 málum í um 250 mál. Í ljósi vaxandi íbúafjölda, hás framkvæmdastigs og vaxandi krafna af hálfu ríkisins við stjórn og umsýslu sveitarfélagsins eru umsvif stjórnsýslunnar síst minni í dag en árið 2019 og væntanlega talsvert meiri.

Á sama tímabili hefur aftur á móti málafjöldi bæjarráðs farið vaxandi. Í bæjarráði sitja færri kjörnir fulltrúar en í almennum ráðum sveitarfélagsins og því ljóst að færri aðilar koma að ákvarðanatöku um stjórn sveitarfélagsins. Í stað víðtæks samráðs og virðingu fyrir lýðræðinu hefur bæjarráð, þar sem aðeins þrír bæjarfulltrúar sitja, tekið við æ stærri hluta af ákvörðunum bæjarins. Slík samþjöppun valds veldur því að lýðræðisleg þátttaka kjörinna fulltrúa utan bæjarráðs minnkar – og þar með lýðræðislegt aðhald og gagnsæi.

Aukning málafjölda bæjarráðs skýrir þó ekki alfarið þá miklu fækkun sem orðið hefur á málafjölda annarra ráða og því umhugsunarefni hvað skýrir þessa breytingu og hvar fjöldi ákvarðana eru teknar.

Spyrna þarf við samþjöppun valdsins

Á bæjarstjórnarfundi í gær bókuðum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að þessi staðreynd ætti að vera æðstu embættismönnum sveitarfélagsins og meirihluta bæjarstjórnar alvarlegt umhugsunarefni og viljum við hvetja meirihluta bæjarstjórnar til að spyrna föstum fótum við þessari varhugaverðu og andlýðræðislegu þróun og vinna gegn samþjöppun valds á fárra hendur.

Rétt er að taka skýrt fram að hér er grundvallaratriðið ekki bara funda-, eða málafjöldi, heldur traust, umboð og trúverðugleiki sem eru grundvallaratriði í stjórn lýðræðislegs samfélags. Það er nauðsynlegt að meirihluti bæjarstjórnar og bæjarstjóri horfist í augu við þessa neikvæðu þróun og snúi henni við.

Íbúar í Vestmannaeyjum vilja og eiga skilið opna, gagnsæja og lýðræðislega stjórnsýslu – ekki stjórnkerfi þar sem ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr af sífellt færri aðilum.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.