Sunnudaginn 14. október, kl. 14, blása sjö átthagakórar til mikilla tónleika í Háskólabíói. Undirbúningur fyrir tónleikana hefur staðið yfir síðan í vor. Þetta eru Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn, Skagfirska Söngsveitin, Sönghópur Átthagafélags Vestmanneyinga, Árnesingakórinn, Söngfélag Skaftfellinga og Kór Átthagafélags Strandamanna en allir eru þeir blandaðir kórar. Hver hópur flytur þrjú lög en í lok tónleikanna sameinast kórarnir í einn risakór, um 300 manns, og syngja tvö lög.