Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið.
„Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á Hrauninu voru tekin tvö hol en að því loknu færðum við okkur á Pétursey og Vík og þar var túrinn kláraður. Það fóru þrír dagar í veiðiferðina og það var sannast sagna enginn kraftur í veiðinni. Fiskurinn virðist halda sig mjög grunnt og hefur ekki enn fært sig á hin hefðbundnu vertíðarmið. Það er vel veitt á línu og snurvoð uppi í landsteinum. Menn geta velt fyrir sér ástæðum þessa en líklega er minna æti á miðunum nú en oft áður. Í síðustu viku kom gott skot á Ingólfshöfðanum en þá var loðna þar á ferðinni. Við þurfum að hafa töluvert fyrir því að ná í fiskinn eins og er en síðan getur þetta breyst nánast eins og hendi sé veifað,” sagði Birgir Þór.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.