112 sjúkraflug á milli lands og Eyja í fyrra
sjukraflutningur.jpg
Alls voru 902 sjúkraflug hjá Mýflugi á árinu 2023. Eyjar.net/Tryggvi Már Sæmundsson

Alls voru 902 sjúkraflug hjá Mýflugi í fyrra. Af þessum 902 sjúkarflugferðum voru farnar 95 á milli lands og Eyja. Að auki fór Landhelgisgæslan í 17 sjúkraflug frá Eyjum.

Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að Mýflug hafi farið 66 ferðir frá Vestmannaeyjum í fyrra og 29 flugferðir hafi verið farnar með sjúklinga til Vestmannaeyja.

Ómar Olgeirsson, deildarstjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands segir í samtali við Eyjar.net að í fyrra hafi Mýflug flogið alls 902 ferðir og er það metár hjá Mýflugi, en til samanburðar voru farnar voru 888 sjúkraflug á árinu 2022.

Norlandair tekið við

Um áramótin síðustu tók flugfélagið Norlandair við sjúkraflugi af Mýflugi sem sinnt hafði þjónustunni um árabil. Norlandair sinnir nær öllu sjúkraflugi innanlands samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið.

Miðstöð sjúkraflugsins er á Akureyri og starfar Norlandair ásamt Slökkviliði Akureyrar og Sjúkrahúsinu á Akureyri að því.

Fram kemur á heimasíðu Slökkviliðs Akureyrar að á Akureyrarflugvelli sé staðsett sérútbúin sjúkraflugvél af gerðinni Beech King Air 250 sem ávallt er reiðubúin til flugs, á öllum tímum sólarhringsins, allt árið um kring. Einnig hefur Norlandair til umráða aðra samskonar sjúkraflugvél þannig að í neyðartilfellum er hægt að kalla út aðra flugvél.

Flugvélin er búin jafnþrýstibúnaði, sem gerir henni kleift að fljúga ofar flestum veðrum, hefur mjög góða flugdrægni og getur hún jafnframt notast við stuttar flugbrautir, líkt og víða eru á Íslandi og Grænlandi.

Í áhöfn flugvélarinnar eru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður/bráðatæknir. Þegar þörf krefur fylgir einnig læknir frá SAk sjúklingum.

Sjúkraflug Mýflugs síðustu ár milli lands og Eyja:

2016: 75 frá Vestmannaeyjum, 38 til Vestmannaeyja, alls 113
2017: 71 flug frá Vestmanneyjum, 37 til Vestmanneyja, alls 108.
2018: 89 flug frá Vestmanneyjum, 45 til Vestmanneyja, alls 134.
2019: 62 flug frá Vestmanneyjum, 32 til Vestmanneyja, alls 94.
2020: 84 frá Vestmannaeyjum, 23 til Vestmannaeyja, alls 107.
2021: 75 frá Vestmannaeyjum, 30 til Vestmannaeyja, alls 105.
2022: 86 frá Vestmannaeyjum, 37 til Vestmannaeyja, alls 123.

2023: 66 frá Vestmannaeyjum, 29 til Vestmannaeyja, alls 95.

Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar síðustu ár milli lands og Eyja:

2016: 3 frá Vestmannaeyjum
2017: 8 frá Vestmannaeyjum
2018: 7 frá Vestmannaeyjum
2019: 7 frá Vestmannaeyjum
2020: 9 frá Vestmannaeyjum
2021: 10 frá Vestmannaeyjum
2022: 19 frá Vestmannaeyjum

2023: 17 frá Vestmannaeyjum

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.