LAUGARDAGUR 7. júlí
08.30
Golfklúbbur VestmannaeyjaVolcano Open – ræst út 8.30 og 13.30. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
11.00
Bryggjan Sagnheimum: Ráðhúströð Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur. Samtal kynslóða; upplifun af gosinu. Frásagnir og sögur. Á annarri hæð.
11.00-12.30
Nausthamarsbryggja Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund, glaðning og þátttökuverðlaun.
12.00
Heimaklettur: Þrælaeiði Heimaklettsganga með leiðsögn þriggja kynslóða. Þau Svavar Steingrímsson, Halla Svavarsdóttir og Sindri Ólafsson fara með hópinn upp á topp. Gott að mæta tímanlega og vel útbúin.
12.00-13.00
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Söngvarinn Dagur Sig. og gítarleikarinn Fannar halda uppi fjörinu í sundlaugarpartýi í lauginni.
12.00-18.00
Skansinn: Vatnstankurinn Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari setur upp sýningu sem er nokkurs konar gjörningur, Að elska að hata, og er með vísun í fjólubláa náttúru Vestmannaeyja. Athugið að verkin verða einungis til sýnis þennan dag, á þessum tíma.
13.30-15.30
Landsbankinn: Bárustígur Landsbankagleði. Fjölskylduhátíð Landsbankans, lifandi tónlist, hoppukastalar, blöðrur, grill, Skólahreystibraut og Sproti skemmtir gestum.
14.00-16.00
Sagnheimar: Ráðhúströð Það kom með kalda vatninu. 50 ár frá fyrstu vatnsleiðslunni til Eyja. Opið málþing, farið yfir söguna og þá byltingu sem koma vatnsins hafði og starfsemi fyrirtækja í Eyjum. Erindi, pallborð og stutt kvikmynd sýnd. Á annari hæð í safnahúsinu.
14.30
Zame Kró: Strandvegur 73A Léttar og skemmtilegar sögur úr gosinu og frá gosárunum, með þeim félögum Hallgrími Tryggvasyni og Halldóri Waagfjörð.
14.00-18.00
Vestmannabraut 69 Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir opna sýningu á myndlist og mósaíkverkum. Lifandi tónlist.
14.30-17.00
Ráðhúströð Fornbílaklúbburinn sýnir nokkra vörubíla í tilefni þess að um öld er liðin frá komu fyrstu vörubílanna til Vestmannaeyja. Fróðleikur og spjall.
16.00
Hásteinsvöllur ÍBV – Breiðablik í Pepsideild karla. Áfram ÍBV!
18.00-19.00
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Tónleikar með Silju Elsabet Brynjarsdóttur og Rúnari Kristni Rúnarssyni. Þau flytja nokkrar af perlum íslenskrar dægurlagatónlistar við undirleik píanósnillingsins Pálma Sigurhjartarsonar. Aðgangur ókeypis.
21.30
Pizza 67: Heiðarvegur 5 Trúbadorinn Pálmar Örn heldur uppi stemningunni. Sannkallað eyjafjör og tilboð í sal.
23.00
Slippurinn: Strandvegur 76 Útigrill og veitingasala á Skipasandi (á planinu bakvið Slippinn)
23.00-04.00
Prófasturinn: Heiðarvegur 3 DJ heldur uppi góðu stuði fram eftir nóttu.
SUMARNÓTT Á SKIPASANDI
23.00-00.30
Snillingurinn Aron Can tekur öll sín bestu lög og hitar mannskapinn. Sigga og Grétar í Stjórninni ásamt hljóðfæraleik taka gesti í tímavél og rífa fjörið í gang. Mætum snemma! 00.30-03.30 Mikið stuð og lifandi tónlist á stóru útisviði, í króm og á Prófastinum. Brimnes, Dallas, Grænlendingarnir, KK bandið, Siggi Hlö ofl. spila!