Tekin var fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni skipan Goslokanefndar fyrir árið 2024. Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi goslokanefndar fyrir skipulagningu og umsjón með goslokahátíð Vestmannaeyja árið 2023.

Bæjarráð samþykkir í niðurstöðu sinni að skipa í Gosloknefnd fyrir árið 2024. Sigurhönnu Friðþórsdóttur, Ernu Georgsdóttur, Magnús Bragason, Birgi Níelsen og Dóru Björk Gunnarsdóttur. Með nefndinni starfar Jóhann Jónsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar.