„Ofbeldi er samfélagslegt vandamál. Ábyrgð á ofbeldisverki ber þó gerandinn einn. Aldrei má deila þeirri ábyrgð; hvorki á fórnarlambið né aðstæður og umhverfi. Gerandinn ber einn alla sök. Þeir sem standa að Þjóðhátíð Vestmannaeyja munu aldrei samþykkja eða þagga niður ofbeldisverk, hvort sem þau eru framin á vettvangi hátíðarinnar eða annars staðar. ÍBV Íþróttafélag fordæmir allt ofbeldi harðlega – og eru þolendur og vitni hvött til að tilkynna um öll slík mál til lögreglu, gæsluaðila, áfallateymis, eða annarra aðila sem að málum þessum koma. Þolendur ofbeldis munu alltaf hafa fullan stuðning þeirra sem standa að Þjóðhátíð og munu hagsmunir þeirra ávallt vera í fyrirrúmi þegar kemur að viðbrögðum og úrvinnslu.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu ÍBV gegn ofbeldi.

Hér að neðan eru mikilvæg skilaboð!