Vestmannaeyjahlaupið verður hlaupið í áttunda sinn laugardaginn 1. september. Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Það eru hjónin Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir sem standa að skipulagningu á hlaupinu. Vestmannaeyjahlaupið var valið götuhlaup ársins 2017 hjá hlaup.is en þetta er annað árið í röð sem að hlaupið hlýtur nafnbótina.

Þátttökugjöld og skráning
Hægt er að skrá sig í hlaupið á hlaup.is og einnig verður hægt að skrá sig samdægurs í Íþróttamiðstöðinni til kl. 11.
Eitt þátttökugjald er í hlaupið, óháð veglengd. Þátttökugjald fyrir hlaupara sem skrá sig fyrir 7. ágúst er 2.000 kr. Þátttökugjald fyrir hlaupara sem skrá sig eftir 7. ágúst er 3.000 kr. Allur ágóði að hlaupinu rennur til góðgerðamála.

Frítt í Herjólf fyrir hlaupara
Frítt er í Herjólf fyrir einstaklinga (ekki bíla) fram og til baka (100 frímiðar í boði). Ferðirnar fyrir hlaupara eru kl. 9:45 frá Landeyjarhöfn og kl. 18:30 frá Vestmannaeyjum. Listi með nöfnum þeirra sem panta Herjólfsferð verður í Landeyjarhöfn og í Vestmannaeyjum þannig að nóg er að sýna skilríki til að komast í ferðina.

Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hverri vegalengd. Einnig verða veitt glæsileg útdráttarverðlaun. Allir hlauparar fá minjagrip sem þátttökuviðurkenningu.

Nánari upplýsingar eru á vestmannaeyjahlaup.is og skráning á hlaup.is