Dregið var í fyrstu umferð Coca-cola bikars, karla og kvenna, í handbolta í hádeginu í gær.

Kvennalið ÍBV drógst á móti Víkingi sem leikur í Grill 66 deild kvenna og mætast liðin á heimavelli Víkingsstúlkna.
Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru:
HK – Hauk­ar
Aft­ur­eld­ing – KA/Þ​ór
Grótta – Val­ur
ÍR – FH
Fylk­ir – Stjarn­an
Fjöln­ir – Sel­foss
Bikarmeistarar Fram satu hjá og verður því áttunda liðið í næstu um­ferð keppn­inn­ar.

Karlamegin drógst sem hér segir í 32-liða úrslitin:
Grótta – Stjarn­an
Hvíti ridd­ar­inn – Vík­ing­ur
Fram – Ak­ur­eyri
KA – Hauk­ar
Bikarmeistarar ÍBV og silfurlið Selfoss sátu hjá sem og 10 önnur lið sem ekki komu upp úr pottinum. En aðeins var dregið í fjórar viðureignir. Alls skráðu 20 lið sig til leiks. Sex­tán lið verða því eft­ir í næstu um­ferð keppn­inn­ar.