Vinnslustöð Vestmannaeyja heldur árshátíð fyrir starfsfólk sitt í Höllinni í kvöld, laugardaginn 20. október. Þegar veisluhöldunum er lokið er almenningi boðið að slást í hópinn á heljarinnar dansleik.

Það eru þrír af flottustu söngvurum landsins, þau Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar og Jogvan sem fara fyrir frábærri hljómsveit á dansleiknum. Húsið opnar kl. 00.30, frítt inn í boði VSV.

lau20okt23:59Höllin: VSV býður á ball - Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar og Jogvan ásamt hljómsveit23:59