Makríllin virðist vera að færa sig í auknu mæli út úr íslenskri lögsögu. í fyrsta skipti síðan makrílveiðar hófust við Íslandsstrendur veiddist meira en helmingur aflans utan lögsögu á nýliðinni vertíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigeinda.

Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða hér við land.  Sífellt minna væri veitt hér i lögsögunni og væri nú svo komið að meira en helmingur hefði veiðst utan hennar á nýlokinni vertíð.

Örn hvatti stjórnvöld til að gefa færaveiðar smábáta frjálsar, öll höft á veiðarnar við strendur landsins væru óþörf.  Þar sem uppsjávarskipin þyrftu í vaxandi mæli að leita á mið utan landhelginnar til að ná heimildum sínum ætti að efla færaveiðar eins mikið og hægt væri.

Alls veiddu smábátar 3.751 tonn af makríl á árinu 208 og nam aflaverðmæti þess um 250 milljónum. Hlutdeild smábáta í því sem veiddist í landhelginni var 6%.

Ályktun 34. aðalfundar LS um makríl: „Aðalfundur LS  leggur til að makrílveiðar verði gefnar frjálsar og reglugerð sem gefin var út fyrir fjórum árum verði felld úr gildi, heildarúthlutun verði 16%.

Aðalfundur LS leggur til að leigupottur makríls (ráðherrapottur) verði festur í sessi og að ónýttar makrílveiðiheimildir umfram leyfilega tilfærslu milli ára verði fært sem viðbót við leigupott næstu makrílvertíðar.”