Halldór Páll Geirsson, markvörður meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu hefur ákveðið að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum og fengið honum rift.  Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.

Halldór Páll hefur verið í viðræðum við ÍBV en samkomulag enn ekki nást. Hann segist hafa fundið fyrir áhuga hjá öðrum liðum en ekkert gert í því af virðingu við ÍBV.  „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga en ég var búinn að ákveða það strax að koma heiðarlega fram við ÍBV og spá ekkert í því fyrr en ég væri búinn að sjá hvort það myndi nást samkomulag um nýjan samning þar,” sagði Halldór Páll á vef fótbolta.net. Nú er hins vegar ekker sem heldur aftur af honum í að skoða möguleikana í kringum sig.

Halldór Páll var valinn „mikilvægasti leikmaðurinn” á lokahófi ÍBV að loknu síðasta tímabili. Það væri því mikill missir fyrir ÍBV að sjá á eftir honum annað.