Dýptamælingar og ölduspá er eitthvað sem hin almenni íslenski borgari alla jafnan spáir ekki mikið í. Það er þó orðin stór hluti þess að búa í Vestmannaeyjum og hlutir sem allir Eyjamenn spá í og ræða, reglulega.

Til viðbótar við ölduspánna hefur Vegagerðin komið upp vefsíðu þar sem settar verða inn niðurstöður mælinga á dýpi við Landeyjahöfn. Þar munu fyrst um sinn niðurstöður mælinga birtast daginn eftir að þær eru gerðar..

Þetta er gert að ósk Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra, til að auka upplýsingarflæði til almennings um stöðuna á dýpinu við Landeyjahöfn.

Slóðin á nýjustu niðurstöður eru:
www.vegagerdin.is/siglingar/landeyjahofn/dyptarmaelingar/