Haukar sóttu ÍBV heim í gærkvöldi í fyrsta heimaleik ársins í Olís-deild kvenna í handknattleik.

Jafnræði var með liðunum í uppphafi en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Haukakonur öll völd. Staðan í hálfleik 10-15, Haukum í vil.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom í mark ÍBV í síðari hálfleik og átti stórleik, varði níu skot. Hún átti stóran part í því að ÍBV komst inn í leikin á ný og þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður náðu Eyjastúlkur að jafna 17-17.

Haukar tóku þó fljótt völdin aftur og þegar flautað vart til leiksloka höfðu þær sex marka forystu 23-29.

Markahæst í liði ÍBV voru Ásta Björt Júlíusdóttir og Ester Óskarsdóttir með 5 mörk hvor.
Aðrir markaskorarar voru Arna Sif Pálsdóttir – 4, Karolína Bæhrenz Lárudóttir – 3, Sunna Jónsdóttir – 3, Kristrún Hlynsdóttir – 2 og Sandra Dís Sigurðardóttir – 1.

Með tapinu fellur ÍBV niður í þriðja sætið á eftir Fram og Val en Valur á leik til góða.
Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fram á laugardaginn kl. 16.00 hér í Eyjum.