Fyrir 222. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs, sem haldin var í gær, lágu hin ýmsu mál.

Eitt af þeim var ósk Reykjavíkurborgar um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Ráðið sá sér ekki fært að undirrita til lögð samningsdrög en sögðust starfsmenn nefndarinnar þó tilbúin til ráðgjafar og samvinnu í málefnum einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem til neyðarathvarfanna kunna að leita.

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um málefni heimilislausra og tekur undir það sem kemur fram í 1. gr. samningsdraga, þ.e. að rétt sé að málefni þeirra einstaklinga sem um ræðir séu til virkrar meðferðar hjá viðkomandi lögheimilissveitarfélagi. Fjölskyldu- og tómstundaráð telur hins vegar mikilvægt að hvert mál sé unnið á einstaklingsgrundvelli enda eru aðstæður einstaklinga sem leita til neyðarathvarfanna mjög misjafnar. Eðlilegt er að viðkomandi sé leiðbeint með og þeir aðstoðaðir við að sækja um fjárhagsaðstoð ef þörf er á og því mikilvægt að hvert mál sé unnið í fullri samvinnu Vestmannaeyjabæjar og Reykjavíkurborgar hverju sinni.
Af þeim sökum sér Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja sér ekki fært að rita undir umrædd samningsdrög en starfsmenn nefndarinnar eru tilbúnir til ráðgjafar og samvinnu í málefnum einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem til neyðarathvarfanna kunna að leita,”
segir í fundargerðinni.

Fundargerðina má lesa í held sinni hér.