Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið eins og Eyjafréttir hafa greint frá og á fundi framkvæmdar og hafnarráðs í vikunni greindi Guðmundur Ásgeirsson formaður frá samskiptum við Kubb ehf, viðræðum um gjaldskrá og efndir samninga. Fram kom í máli formanns að 5% vísitöluhækkun á gjaldskrá sem koma átti til framkvæmda 1.janúar sl. hefur ekki komið til framkvæmda. Unnið verður áfram að endurskoðun samnings m.a með það að markmiði að lækka gjaldskránna, segir í bókun ráðsins.