6-0 sigur KFS í fyrsta leik tímabilsins

Lið KFS í sínum fyrsta leik timabilið 2019, á Selfossi. Andri Ólafsson þjálfari.

KFS hóf nýtt knattspyrnutímabil með miklum krafti er þeir mættu Kóngunum frá Reykjavík í leik í 1.riðli C-deildar Lengubikarsins og jafnframt fyrsta leik tímabilsins hjá KFS.

KFS undir stjórn Andra Ólafssonar, þjálfara, gerði sér lítið fyrir og vann leikinn með sex mörkum gegn engu. Mörk KFS skoruðu þeir Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Hallgrímur Heimisson, Erik Ragnar Gíslason, Anton Bjarnason og Daníel Már Sigmarsson sem skoraði tvö.

Næsti leikur KFS er gegn Ými sunnudaginn 24. mars kl. 14.00.

VEY- Starf sérkennsluráðgjafa leikskóla

Mest lesið