Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir reglur um heimgreiðslur á 315. fundi sínum síðast liðinn þriðjudag.

Í reglum Vestmannaeyjabæjar um heimgreiðslur er tiltekið að forráðamenn fá heimgreiðslur með barni frá 9 mánaða aldri og þar til samþykki fyrir niðurgreiðslum hjá dagforeldri liggur fyrir eða barn hefur fengið boð um vistun í leikskóla.

Gerðar verða breytingar á reglunum sem taka gildi frá og með 1. maí 2019 þess efnis að börn skuli vera á biðlista eftir dagvistunarúrræði hjá skráðum dagforeldrum og á leikskóla til að heimgreiðslur séu samþykktar. Fái barn boð um vistun hjá dagforeldrum eða í leikskóla falla heimgreiðslur niður, hvort sem vistunarboð er þegið eða ekki.